Lykilbókhald ehf. er alhliða bókhaldsþjónusta fyrir einyrkja og fyrirtæki. Ekki hika við að senda okkur póst og fá tilboð í bókhaldið þitt.

Bókhald

Við sjáum um færslu bókhalds fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Virðisaukaskattur

Við sjáum um skil á virðisaukaskatti. Virðisaukaskattsuppgjörum er skilað rafrænt.
.

Launavinnsla

Við reiknum laun fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Skilum öllum launatengdum gjöldum rafrænt. Launaseðlar eru sendir í tölvupósti eða rafrænt í heimabanka.

Ársreikningur/skattframtal

Öllum hlutafélögum ber skylda skv. lögum að skila inn ársreikningum til ársreikningaskrár. Við sjáum um gerð og skil þeirra.
Við skilum launamiðum, hlutafjármiðum, verktakamiðum og greiðslumiðum vegna fjármagnstekjuskatts til ríkisskattstjóra og önnumst gerð skattframtala.

Reikningagerð

Við önnumst gerð reikninga fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Reikningar eru unnir og sendir úr rafrænu bókhaldskerfi (Dynamics NAV).

Stofnun félaga

Við sjáum um stofnun félaga og samskipti við ríkisskattstjóra við stofnun þeirra.